Doritos kjúklingaréttur

½ poki Doritos flögur, ostabragð

BBQ sósa

3-4 kjúklingabringur

1 rauð paprika

2-4 tómatar

1 rauðlaukur

rifinn ostur

Kjúklingabringur skornar í bita, steikt á pönnu og kryddað. Doritos sett í botn á eldföstu formi (ekki mylja nema rétt þá í tvennt hver flaga). Smá af BBQ sósu dassað yfir. Kjúklingabitum stráð yfir. Grænmeti saxað smátt, blandað saman og stráð yfir. Rifnum osti stráð yfir og bakað í ofni við 200°C í 20-30 mín.

Meðlæti: Mild salsa sósa og sýrður rjómi

Uppskriftir úr smiðju Sollu og fjölskyldu

Let’s connect

Recent posts