Fiskur í raspi með rjómasósu

Ýsa

1-2 egg

Brauðrasp

Aromat krydd

Mozzarella ostur

smjör

1 peli rjómi
Egg brotin í skál og hrærð með gaffli. Rasp sett á disk. Ýsuflak skorið í bita og velt upp úr eggjahræru og svo raspi. Fiskbitum raðað í eldfast mót og kryddaðir með Aromat. Osti stráð yfir og smjörklípur settar yfir hér og þar. Fiskur bakaður í 200°C heitum ofni í 10-15 mín. Rjóma hellt yfir fisk og hann bakaður í 10-15 mín. í viðbót.

Uppskriftir úr smiðju Sollu og fjölskyldu

Let’s connect

Recent posts