Kjúklingur í karamellusósu

4-5 kjúklingabringur

Season All eða kjúklingakrydd

1 pk. sveppir

Sósa:

1 matreiðslurjómi (1/2 ltr.)

200 gr. BBQ sósa (brown – sugar)

1 dós smurostur með sólþurrkuðum tómötum

4 msk. púðursykur

4 msk. soya sósa

sósujafnari til að þykkja


Kjúklingabringur skornar í ræmur og steiktar á pönnu. Kryddað með Season All eða kjúklingakryddi. Ræmur settar í eldfast mót. Sveppir skornir í sneiðar og steiktir á pönnu. Þeim er svo stráð yfir kjúklinginn. Allt sem á að fara í sósu nema sósujafnari sett í pott og soðið saman við vægan hita. Sósa þykkt með sósujafnara. Sósunni er svo hellt yfir kjúkling og sveppi. Sett í 190°C ofn í 30 mín.

Kartöflur í ofni:

Kartöflur og sætar kartöflur skornar í teninga. Sett í eldfast mót. Rauðlaukur skorinn í sneiðar og stráð yfir kartöflur. Kryddað með timjan og Toscana kryddi ef vill. Smá vatn hellt yfir og bakað í 200°C ofni í 30 – 45 mín.

Borið fram með snittubrauði.

Uppskriftir úr smiðju Sollu og fjölskyldu

Let’s connect

Recent posts